Erlent

Konunglega brúðkaupið sló í gegn á YouTube

Bein útsending frá brúðkaupi Vilhjálms prins og Katrínar Middleton á YouTube var gríðarlega vinsæl. Á brúðkaupsdeginum sjálfum horfðu 72 milljónir á útsendinguna en til samanburðar má nefna að um 60 milljónir manna búa á Bretlandi.

Og þarna er aðeins verið að tala um áhorfið á YouTube, en fjölmargir aðrir miðlar, þar á meðal Vísir, sýndu beint frá athöfninni. Flestir sem horfðu á brúðkaupið á YouTube komu frá Bretlandi og Bandaríkjunum en Ítalir, Frakkar og Þjóðverjar fylgdu í kjölfarið.

Þeir fáu sem misstu af herlegheitunum geta kíkt á það helsta hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×