Erlent

Kúbverjar fá hugsanlega að ferðast í fyrsta skiptið í 50 ár

Havana, höfuðborg Kúbu.
Havana, höfuðborg Kúbu.
Kúbverskir ríkisborgara geta hugsanlega ferðast til annarra landa sem ferðamenn gangi ný fjárhagsáætlun landsins eftir. Um er að ræða áætlun í 313 liðum en kommúnistaflokkurinn bjó til áætlunina í apríl.

Kúbverjar hafa búið við heft ferðafrelsi í um fimmtíu ár en til þess að fá að ferðast þarf að sækja um dýrt leyfi sem ríkisstjórnin getur svo hafnað. Því hefur það eingöngu verið á færi örfárra að fara til útlanda.

Kúba tekst á við alvarlega kreppu og er áætlunin skref í áttina að opnara markaðshagkerfi. Meðal hugmynda sem finna má í áætluninni er einkasala á fasteignum og bílum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×