Erlent

Flóð ógnar Graceland

Flóð í Bandaríkjunum.
Flóð í Bandaríkjunum. Mynd / AP
Hækkun yfirborðs Missippi árinnar ógnar hugsanlega heimili rokkgoðsins Elvis Presley, í Memphis, Tennesse í Bandaríkjunum. Yfirvöld eru þó fullviss um að flóðgarðar muni halda og því sé verði þessi frægi ferðmannastaður óhultur ásamt nýlegri hverfum í borginni.

Það hafa ekki verið jafn mikil flóð á svæðinu síðan á þriðja tug síðustu aldar. Minnsta kosti hundruð manns hafa yfirgefið heimili sín auk þess sem það hefur þurft að rýma fangelsi á svæðinu.

Alls voru fimm þúsund fangar í fangelsinu en þar er einnig að finna dauðadeild. Það var síðast árið 1997 sem þurfti að rýma fangelsi vegna flóða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×