Innlent

Tækifærum glutrað

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson
Sigmundur D. Gunnlaugsson
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, eru gagnrýnir á málflutning ríkisstjórnarinnar í tengslum við lok formlegs samstarfs Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Þeir segja ríkisstjórnina hafa brugðist í endurreisn efnahagslífsins.

„Þegar menn fara yfir það lið fyrir lið hverju átti að áorka í upphafi komast menn að annarri niðurstöðu en ríkisstjórnin,“ segir Bjarni og bætir við að upphafleg markmið um afnám gjaldeyrishafta, lága verðbólgu og hagvöxt hafi ekki náðst fram.

Þá segir Bjarni fyrirheit um að kjarasamningar endurspegluðu ástandið í efnahagslífinu hafa verið brotin. Loks hafi verið gengið mun lengra í skattahækkunum en AGS hafi lagt til og of lítið gert til að koma nýrri fjárfestingu af stað.

„Mér finnst því miður fátt benda til þess að efnahagslífið sé farið af stað, að minnsta kosti ekkert í líkingu við það sem ætti að vera,“ segir Sigmundur Davíð og bætir við: „Við fórum á mis við þá uppsveiflu sem kom víðast hvar fram í kjölfar fyrri hluta fjármálakrísunnar. Jafnvel þótt aðstæður hafi að mínu mati verið á margan hátt heppilegar fyrir nýja fjárfestingu með lágt gengi krónunnar og nægt vinnuafl til reiðu.“

Þá segir Sigmundur ríkisstjórninni hafa mistekist að nýta þau tækifæri sem voru til staðar og raunar gert illt verra með því að viðhalda stöðugri pólitískri óvissu og með því að flækja skattkerfið og hækka skatta ítrekað.- mþlAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.