Hagfræðingarnir funda með þingnefnd eftir helgi 19. júní 2011 16:47 Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar. Mynd/Vilhelm „Það er verið að kanna hvenær þeir aðilar sem þarna eiga í hlut komast,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar. Hún á von á því að nefndin komi saman á þriðjudaginn til að ræða um skýrslu hagfræðinga um frumvörp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um breytingar á stjórn fiskveiða. Verið er að athuga hvort og þá hvenær hagfræðingarnar komast og af þeim sökum hefur ekki verið boðað formlega til fundarins, að sögn Lilju. Sérfræðingahópur á vegum Jóns sem hann fól að fara yfir frumvörp hans um stjórn fiskveiða, gerir margar og alvarlegar athugasemdir við frumvörpin. Nái þau fram að ganga vinni þau gegn hagræðingu í greininni, geri nýliðun erfiðari og fleira. Það voru þingmenn stjórnarandstöðunnar í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd sem óskuðu eftir því að nefndin kæmi saman til fundar og að hagfræðingarnar yrðu þar sérstakir gestir. Lilja segist ekki hafa séð ástæðu til annars en að verða við beiðninni. „Það var reyndar samkomulag að ósk stjórnarandstöðunnar að það færi ekki fram nein efnisleg umræða um stóra fiskiveiðistjórnunarfrumvarpið í sumar eða á þinginu í september. Það kom því á óvart að þessi ósk kom fram en ég áskil mér fullan rétt til að kalla þá til fleiri aðila fyrst þingmenn stjórnarandstöðunnar í nefndinni opnuðu á málið með þessum hætti,“ segir Lilja.Sammála Svandísi Fyrr í dag sagði Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, að breytingar á kvótakerfinu eigi ekki einungis að skoða út frá hagfræði því einnig verði að huga að samfélagslegum breytingum. Lilja tekur undir með Svandísi og segir að skoða verði þessi mál í víðu samhengi. Skýrsla hagfræðinganna sé eitt púslið í allri heildarmyndinni sem þurfi að skoða. „Hagfræðin stendur fyrir sinn hluta og svo koma aðrir þættir eins og samfélagslegir, byggðarlegir og fleiri sem taka þarf inn í myndina,“ segir Lilja. Tengdar fréttir Einar vill að Jón rífi kvótafrumvörpin Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir að núverandi ráðherra ætti að fara niður í ráðuneyti sitt og rífa frumvörpin um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, nú þegar sérfræðingar á hans vegum hafa gagnrýnt frumvörpin harðlega. 19. júní 2011 12:25 Vilja fund um skýrslu sérfræðinganna Fulltrúar Sjálfstæðisflokks- og Framsóknarflokks í sjávarútvegs- og landbúnarðarnefnd Alþingis hafa óskað eftir því að boðað verði til fundar í nefndinni vegna skýrslu hagfræðinga um frumvörp sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórn fiskveiða. Þeir vilja að höfundar skýrslu sem kynnt var í síðustu viku verði boðaðir á fundinn. 19. júní 2011 13:30 Breytingar á kvótakerfinu má ekki bara skoða út frá hagfræði Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, segir að breytingar á kvótakerfinu eigi ekki einungis að skoða út frá hagfræði. Einnig verði að huga að samfélagslegum breytingum. Hún hefur fulla trú á að umtalsverðar breytingar verði gerðar á kvótakerfinu. 19. júní 2011 11:29 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
„Það er verið að kanna hvenær þeir aðilar sem þarna eiga í hlut komast,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar. Hún á von á því að nefndin komi saman á þriðjudaginn til að ræða um skýrslu hagfræðinga um frumvörp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um breytingar á stjórn fiskveiða. Verið er að athuga hvort og þá hvenær hagfræðingarnar komast og af þeim sökum hefur ekki verið boðað formlega til fundarins, að sögn Lilju. Sérfræðingahópur á vegum Jóns sem hann fól að fara yfir frumvörp hans um stjórn fiskveiða, gerir margar og alvarlegar athugasemdir við frumvörpin. Nái þau fram að ganga vinni þau gegn hagræðingu í greininni, geri nýliðun erfiðari og fleira. Það voru þingmenn stjórnarandstöðunnar í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd sem óskuðu eftir því að nefndin kæmi saman til fundar og að hagfræðingarnar yrðu þar sérstakir gestir. Lilja segist ekki hafa séð ástæðu til annars en að verða við beiðninni. „Það var reyndar samkomulag að ósk stjórnarandstöðunnar að það færi ekki fram nein efnisleg umræða um stóra fiskiveiðistjórnunarfrumvarpið í sumar eða á þinginu í september. Það kom því á óvart að þessi ósk kom fram en ég áskil mér fullan rétt til að kalla þá til fleiri aðila fyrst þingmenn stjórnarandstöðunnar í nefndinni opnuðu á málið með þessum hætti,“ segir Lilja.Sammála Svandísi Fyrr í dag sagði Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, að breytingar á kvótakerfinu eigi ekki einungis að skoða út frá hagfræði því einnig verði að huga að samfélagslegum breytingum. Lilja tekur undir með Svandísi og segir að skoða verði þessi mál í víðu samhengi. Skýrsla hagfræðinganna sé eitt púslið í allri heildarmyndinni sem þurfi að skoða. „Hagfræðin stendur fyrir sinn hluta og svo koma aðrir þættir eins og samfélagslegir, byggðarlegir og fleiri sem taka þarf inn í myndina,“ segir Lilja.
Tengdar fréttir Einar vill að Jón rífi kvótafrumvörpin Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir að núverandi ráðherra ætti að fara niður í ráðuneyti sitt og rífa frumvörpin um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, nú þegar sérfræðingar á hans vegum hafa gagnrýnt frumvörpin harðlega. 19. júní 2011 12:25 Vilja fund um skýrslu sérfræðinganna Fulltrúar Sjálfstæðisflokks- og Framsóknarflokks í sjávarútvegs- og landbúnarðarnefnd Alþingis hafa óskað eftir því að boðað verði til fundar í nefndinni vegna skýrslu hagfræðinga um frumvörp sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórn fiskveiða. Þeir vilja að höfundar skýrslu sem kynnt var í síðustu viku verði boðaðir á fundinn. 19. júní 2011 13:30 Breytingar á kvótakerfinu má ekki bara skoða út frá hagfræði Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, segir að breytingar á kvótakerfinu eigi ekki einungis að skoða út frá hagfræði. Einnig verði að huga að samfélagslegum breytingum. Hún hefur fulla trú á að umtalsverðar breytingar verði gerðar á kvótakerfinu. 19. júní 2011 11:29 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Einar vill að Jón rífi kvótafrumvörpin Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir að núverandi ráðherra ætti að fara niður í ráðuneyti sitt og rífa frumvörpin um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, nú þegar sérfræðingar á hans vegum hafa gagnrýnt frumvörpin harðlega. 19. júní 2011 12:25
Vilja fund um skýrslu sérfræðinganna Fulltrúar Sjálfstæðisflokks- og Framsóknarflokks í sjávarútvegs- og landbúnarðarnefnd Alþingis hafa óskað eftir því að boðað verði til fundar í nefndinni vegna skýrslu hagfræðinga um frumvörp sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórn fiskveiða. Þeir vilja að höfundar skýrslu sem kynnt var í síðustu viku verði boðaðir á fundinn. 19. júní 2011 13:30
Breytingar á kvótakerfinu má ekki bara skoða út frá hagfræði Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, segir að breytingar á kvótakerfinu eigi ekki einungis að skoða út frá hagfræði. Einnig verði að huga að samfélagslegum breytingum. Hún hefur fulla trú á að umtalsverðar breytingar verði gerðar á kvótakerfinu. 19. júní 2011 11:29