Trier hristir upp í Cannes 19. maí 2011 07:00 Lars Von Trier hefur haft það fyrir sið að koma á kvikmyndahátíðina í Cannes og hneyksla fólk með annaðhvort myndum sínum eða yfirlýsingum. Hann lét orðin nægja að þessu sinni.Nordic Photos/Getty Images Danski leikstjórinn Lars Von Trier er kominn til Cannes og nærvera hans fer ekki framhjá neinum. Dönsku blöðin keppast um að birta fréttir af leikstjóranum og yfirlýsingum hans. Lars Von Trier hefur yfirleitt haft það til siðs að frumsýna kvikmyndir sínar í Cannes. Þrátt fyrir að leikstjórinn sé haldinn sjúklegri flughræðslu og ferðafóbíu þá lætur hann sig hafa það. Og eins og alltaf hristir danski furðufuglinn svolítið upp í kvikmyndapressunni með skrítnum og stundum ófyrirleitnum yfirlýsingum. Nýjasta myndin hans Melancholia hefur fengið frábæra dóma í Danmörku en gagnrýnendur í Cannes eru á báðum áttum, segja hana eilítið yfirborðskennda og vonda fyrir hlé. Hún nái sér hins vegar á strik í seinni hálfleik en aðalhlutverkin eru í höndunum á Kirsten Dunst úr Spider Man-myndunum og Charlotte Gainsbourg. En það er náttúruega ekki bara myndin sem vekur athygli á Trier því leikstjórinn er yfirleitt fremur stóryrtur á blaðamannafundum og lætur gamminn geisa þó mörgum þyki grínið yfirleitt grátt gaman. Þannig lýsti Trier því yfir að hann hefði einu sinni haldið að hann væri gyðingur. „En svo kom Susanne Bier og þá þakkaði ég fyrir að ég væri ekki gyðingur. Æi, gleymið þessu, þetta var bara brandari,“ er haft eftir Trier. Bier er á góðri leið með að verða einn virtasti leikstjóri Dana, hreppti meðal annars Óskarinn fyrir bestu erlendu myndina í ár en það virðist anda köldu á milli þeirra ef marka má orð Triers. En Trier var ekki búinn því hann hélt næst lofræðu um nasistann og arkitektinn Albert Speer, sagði hann hafa verið mikinn hæfileikamann. „Við nasistarnir höfum alltaf hugsað hlutina í hinu stóra samhengi, við vitum til að mynda alveg hver er lokalausnin fyrir ykkur blaðamenn.“ Og það var ekki að sökum að spyrja; samtök eftirlifenda Helfarinnar gagnrýndu Trier harðlega og sögðu orð hans dæma sig sjálf. Trier var ekki af baki dottinn og eftir að hafa lýst yfir dálæti sínu á Speer talaði hann um þann draum sinn að gera lesbíska erótíska kvikmynd með Kirsten Dunst og Gainsbourg í aðalhlutverki. „Þetta verður fjögurra til fimm tíma mynd með miklu kynlífi.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Danski leikstjórinn Lars Von Trier er kominn til Cannes og nærvera hans fer ekki framhjá neinum. Dönsku blöðin keppast um að birta fréttir af leikstjóranum og yfirlýsingum hans. Lars Von Trier hefur yfirleitt haft það til siðs að frumsýna kvikmyndir sínar í Cannes. Þrátt fyrir að leikstjórinn sé haldinn sjúklegri flughræðslu og ferðafóbíu þá lætur hann sig hafa það. Og eins og alltaf hristir danski furðufuglinn svolítið upp í kvikmyndapressunni með skrítnum og stundum ófyrirleitnum yfirlýsingum. Nýjasta myndin hans Melancholia hefur fengið frábæra dóma í Danmörku en gagnrýnendur í Cannes eru á báðum áttum, segja hana eilítið yfirborðskennda og vonda fyrir hlé. Hún nái sér hins vegar á strik í seinni hálfleik en aðalhlutverkin eru í höndunum á Kirsten Dunst úr Spider Man-myndunum og Charlotte Gainsbourg. En það er náttúruega ekki bara myndin sem vekur athygli á Trier því leikstjórinn er yfirleitt fremur stóryrtur á blaðamannafundum og lætur gamminn geisa þó mörgum þyki grínið yfirleitt grátt gaman. Þannig lýsti Trier því yfir að hann hefði einu sinni haldið að hann væri gyðingur. „En svo kom Susanne Bier og þá þakkaði ég fyrir að ég væri ekki gyðingur. Æi, gleymið þessu, þetta var bara brandari,“ er haft eftir Trier. Bier er á góðri leið með að verða einn virtasti leikstjóri Dana, hreppti meðal annars Óskarinn fyrir bestu erlendu myndina í ár en það virðist anda köldu á milli þeirra ef marka má orð Triers. En Trier var ekki búinn því hann hélt næst lofræðu um nasistann og arkitektinn Albert Speer, sagði hann hafa verið mikinn hæfileikamann. „Við nasistarnir höfum alltaf hugsað hlutina í hinu stóra samhengi, við vitum til að mynda alveg hver er lokalausnin fyrir ykkur blaðamenn.“ Og það var ekki að sökum að spyrja; samtök eftirlifenda Helfarinnar gagnrýndu Trier harðlega og sögðu orð hans dæma sig sjálf. Trier var ekki af baki dottinn og eftir að hafa lýst yfir dálæti sínu á Speer talaði hann um þann draum sinn að gera lesbíska erótíska kvikmynd með Kirsten Dunst og Gainsbourg í aðalhlutverki. „Þetta verður fjögurra til fimm tíma mynd með miklu kynlífi.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira