Innlent

Munu funda fram á kvöld

Mynd úr safni
Samningar hafa enn ekki tekist milli flugmanna hjá Icelandair og félagsins um nýjan kjarasamning en tæpir tveir sólarhringar eru þar til ótímabundið yfirvinnubann þeirra tekur gildi.

Samninganefndir flugmanna og Icelandair hafa fundað í allan dag hjá Ríkissáttasemjara og munu funda fram á kvöld. Hjá Ríkissáttasemjara fengust þær upplýsingar að viðræðum yrði haldið áfram fram á síðustu stundu, að því gefnu að annar aðilinn slíti þeim ekki.

Ef samningar takast ekki hefst yfirvinnubann að morgni föstudags. Það getur haft áhrif á áætlanir Icelandair, því ef einhverjir af 260 flugstjórum og flugmönnum félagsins forfallast, verður ekki hægt að kalla neinn til starfa í þeirra stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×