Innlent

Alvarlegt vélhjólaslys á Reykjanesbraut

Reykjanesbraut. Mynd tengist frétt ekki beint.
Reykjanesbraut. Mynd tengist frétt ekki beint. Mynd/Vilhelm
Vélhjólamaður slasaðist alvarlega þegar hann féll af hjóli sínu á Reykjanesbrautinni við Innri Njarðvík um klukkan hálf sex í dag.

Lögreglan á Suðurnesjum gat ekki gefið upplýsingar um slysið aðrar en þær að það hafi litið illa út þegar að lögregla kom á vettvang.

Samkvæmt fréttavef Víkurfrétta var maðurinn meðvitundarlaus þegar lögreglu- og sjúkraflutningamenn komu á slysstað en komst til meðvitundar í sjúkrabílnum á leið á bráðamóttöku Landspítalands í Reykjavík.

Maðurinn var talsvert brotinn en var þó klæddur í góðan öryggisbúnað, samkvæmt því sem kemur fram á vef Víkurfrétta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×