Lífið

Ný Facebook-mynd

The Social Network naut mikilla vinsælda víða um heim.
The Social Network naut mikilla vinsælda víða um heim.
Önnur kvikmynd þar sem afþreyingarvefurinn Facebook er umfjöllunarefnið er hugsanlega í undirbúningi. Framleiðandinn Warner Bros hefur tryggt sér réttinn á skáldsögunni The Future Of Us eftir þau Jay Asher og Carolyn Macker sem verður gefin út á þessu ári.

Skáldsagan fjallar ekki um sögu Facebook eins og The Social Network sem David Fincher leikstýrði með glæsibrag. Þess í stað er hún eins konar vísindaskáldsaga sem gerist árið 1996 og fjallar um tvær ungar manneskjur sem ætla að skoða tölvupóstinn sinn þegar Facebook-síða þeirra úr framtíðinni, eða frá árinu 2011, birtist.

Þótt kvikmyndaréttur bókarinnar hafi verið keyptur er óvíst hvort myndin verði að veruleika. Miðað við vinsældir The Social Network væri samt margt vitlausara en að búa til nýja Facebook-mynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.