Skiptir um föt inni á baði 26. maí 2011 12:00 Retro Stefson. Það getur tekið á að vera eina stelpan í hópi sex stráka en Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson, ber sig vel eftir tæplega tveggja mánaða búsetu í Berlín. „Sambúðin gengur vel en það getur tekið á að vera eina stelpan. Ég hlakka til að koma heim í smá frí," segir Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir, einn af meðlimum stuðhljómsveitarinnar Retro Stefson, sem hafa undanfarna mánuði verið búsettir í Berlín til að koma tónlist sinni á framfæri á meginlandi Evrópu. „Það er ekki langt síðan við fengum alvöru æfingahúsnæði og við höfum því verið iðin við að æfa okkur þessa vikuna," segir Þorbjörg, en tónum Retro Stefson hefur verið vel tekið í Þýskalandi. „Þjóðverjar eru skemmtilegir tónleikagestir og duglegir að dansa. Okkur hefur líka þótt gaman hvað það er breiður aldurshópur sem mætir að hlusta á okkur," segir Þorbjörg og bætir við að tónleikagestir komi alla jafna til þeirra eftir tónleikana til að hrósa þeim fyrir frammistöðuna. Húsreglur og múturSveitin býr saman í lítilli íbúð í útjaðri Berlínar þar sem Þorbjörg deilir herbergi með Unnsteini, Þórði og Gylfa. Húsreglurnar eru einfaldar, hver og einn vaskar upp eftir sig og það er bannað að vera of lengi á klósettinu, en það fer helst í taugarnar á Þorbjörgu að vera ekki með sérherbergi. „Ég þarf alltaf að fara inn á bað til að skipta um föt, það er pínu þreytandi," segir Þorbjörg en í bakgrunninum má heyra hlátrasköll frá hinum meðlimum Retro Stefson. „Unnsteinn er að reyna að múta mér með 25 evrum til að segja að sambúðin við hann sé best. Þeir eru allir ágætir en Haraldur, Þórður og Ingvar sjá eiginlega alfarið um matseldina enda góðir kokkar, annað en ég. Svo skiptum við á milli okkar þrifunum." Sveitin er að leita að nýrri íbúð í Berlín en það er ekki auðvelt fyrir sjö tvítuga krakka í hljómsveit að finna íbúð við hæfi. „Stefnan er að fá aðeins stærri íbúð í sumar og þar geng ég fyrir að fá sérherbergi. Held að það sé óskrifuð regla hjá okkur," hlær Þorbjörg. Góðir dómarPlatan Kimbabwe hefur fengið frábæra dóma í þýsku tónlistarpressunni, þar sem krökkunum er hrósað fyrir frumleika og hressa popptónlist. Vefsíðan roteraupe.de lýsir plötunni sem „diskómetalafrópoppi í íslenskri lopapeysu". Aðrar vefsíður hafa ekki sparað stjörnurnar, en Kimbabwe hefur fengið fjórar og jafnvel fjóra og hálfa stjörnu af fimm mögulegum á þýsku tónlistarsíðunum intro.de og laut.de. Þrátt fyrir að sveitin ætli sér að þeysast á milli tónlistarhátíða í Evrópu í sumar fá Íslendingar tækifæri til að berja sveitina augum 1. júní næstkomandi, en þá heldur Retro Stefson tónleika á skemmtistaðnum Nasa. „Ég er mjög spennt að koma heim og hitta fjölskylduna mína og vini. Maður er farinn að sakna ótrúlegustu hluta frá Íslandi. Ég get til dæmis ekki beðið eftir að fá mér saltstangir með Vogaídýfu og fara í sund," segir Þorbjörg. alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Það getur tekið á að vera eina stelpan í hópi sex stráka en Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson, ber sig vel eftir tæplega tveggja mánaða búsetu í Berlín. „Sambúðin gengur vel en það getur tekið á að vera eina stelpan. Ég hlakka til að koma heim í smá frí," segir Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir, einn af meðlimum stuðhljómsveitarinnar Retro Stefson, sem hafa undanfarna mánuði verið búsettir í Berlín til að koma tónlist sinni á framfæri á meginlandi Evrópu. „Það er ekki langt síðan við fengum alvöru æfingahúsnæði og við höfum því verið iðin við að æfa okkur þessa vikuna," segir Þorbjörg, en tónum Retro Stefson hefur verið vel tekið í Þýskalandi. „Þjóðverjar eru skemmtilegir tónleikagestir og duglegir að dansa. Okkur hefur líka þótt gaman hvað það er breiður aldurshópur sem mætir að hlusta á okkur," segir Þorbjörg og bætir við að tónleikagestir komi alla jafna til þeirra eftir tónleikana til að hrósa þeim fyrir frammistöðuna. Húsreglur og múturSveitin býr saman í lítilli íbúð í útjaðri Berlínar þar sem Þorbjörg deilir herbergi með Unnsteini, Þórði og Gylfa. Húsreglurnar eru einfaldar, hver og einn vaskar upp eftir sig og það er bannað að vera of lengi á klósettinu, en það fer helst í taugarnar á Þorbjörgu að vera ekki með sérherbergi. „Ég þarf alltaf að fara inn á bað til að skipta um föt, það er pínu þreytandi," segir Þorbjörg en í bakgrunninum má heyra hlátrasköll frá hinum meðlimum Retro Stefson. „Unnsteinn er að reyna að múta mér með 25 evrum til að segja að sambúðin við hann sé best. Þeir eru allir ágætir en Haraldur, Þórður og Ingvar sjá eiginlega alfarið um matseldina enda góðir kokkar, annað en ég. Svo skiptum við á milli okkar þrifunum." Sveitin er að leita að nýrri íbúð í Berlín en það er ekki auðvelt fyrir sjö tvítuga krakka í hljómsveit að finna íbúð við hæfi. „Stefnan er að fá aðeins stærri íbúð í sumar og þar geng ég fyrir að fá sérherbergi. Held að það sé óskrifuð regla hjá okkur," hlær Þorbjörg. Góðir dómarPlatan Kimbabwe hefur fengið frábæra dóma í þýsku tónlistarpressunni, þar sem krökkunum er hrósað fyrir frumleika og hressa popptónlist. Vefsíðan roteraupe.de lýsir plötunni sem „diskómetalafrópoppi í íslenskri lopapeysu". Aðrar vefsíður hafa ekki sparað stjörnurnar, en Kimbabwe hefur fengið fjórar og jafnvel fjóra og hálfa stjörnu af fimm mögulegum á þýsku tónlistarsíðunum intro.de og laut.de. Þrátt fyrir að sveitin ætli sér að þeysast á milli tónlistarhátíða í Evrópu í sumar fá Íslendingar tækifæri til að berja sveitina augum 1. júní næstkomandi, en þá heldur Retro Stefson tónleika á skemmtistaðnum Nasa. „Ég er mjög spennt að koma heim og hitta fjölskylduna mína og vini. Maður er farinn að sakna ótrúlegustu hluta frá Íslandi. Ég get til dæmis ekki beðið eftir að fá mér saltstangir með Vogaídýfu og fara í sund," segir Þorbjörg. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira