Lífið

Stjörnurnar sáu svart á Billboard

Þær voru ekki af verri endanum stjörnurnar sem prýddu rauða dregilinn á hinum árlegu Billboard verðlaum sem fór fram í Las Vegas um liðna helgi.

Justin Bieber var mættur í gulllituðum jakkafötum og tók á móti verðlaunum sem stafræni listamaður ársins og nýliði ársins.

Beyonce flutti nýjasta smell sinn „Run the world (Girls)" og Rihanna kom fram með fyrrum poppprinsessunni Britney Spears sem virðist eitthvað vera að fikra sig aftur inn í bransann.

Það var ekki mikil litadýrðin í kjóla vali gesta en Kylie Minogue, Britney Spears, Beyonce og Nicole Kidman völdu allar svart þetta árið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.