Erlent

Óræðir karlar heilla frekar

Það gæti borgað sig fyrir karlpeninginn að láta konurnar ganga á eftir sér, sem eru kannski ekki ný vísindi.
Það gæti borgað sig fyrir karlpeninginn að láta konurnar ganga á eftir sér, sem eru kannski ekki ný vísindi.
Konur laðast frekar að körlum sem ekki láta í ljós tilfinningar sínar til þeirra, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtar voru í Psychological Science vísindaritinu.

Ástæðan gæti verið sú að konur eyða meiri tíma í að reyna að átta sig á því hvaða tilfinningar óræðir karlar bera til þeirra. Þær hugsa lengur um þá en um karla sem hafa gert tilfinningar sínar ljósar, sem eykur líkurnar á að þær laðist að þeim óræðu.

Í rannsókninni fannst konum óræðir karlar mest aðlaðandi. Karlar sem sýndu hrifningu sína voru þó oftar aðlaðandi en þeir karlar sem konurnar vissu að voru ekki hrifnir af þeim. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×