Sífellt fleiri bændur skoða framleiðslu á rjómaís 22. júlí 2011 15:00 Afurðir Búkollu eru til margs nýtilegar. Sífellt fleiri bændur skoða framleiðslu á rjómaís. „Hingað koma oft hundrað manns á dag og um helgar fer fjöldinn alveg upp í 200-300 á dag,“ segir Helga Guðmundsdóttir, bóndi á Erpsstöðum en þar er til sölu ferskur ís sem búinn er til á bænum. Ís sem seldur er beint frá býli hefur notið vaxandi vinsælda undanfarin ár. Hann þykir mun ferskari en sá sem seldur er í verslunum, enda kemur hann nánast beint úr kúnni. „Það er búið að ganga rosalega vel í sumar, sérstaklega eftir að það fór að hlýna,“ segir Helga. Sæmundur Jón Jónsson, bóndi á Árbæ skammt frá Höfn, framleiðir einnig sinn eigin ís. Hann tekur í sama streng og Helga. „Salan gengur mjög vel yfir sumarmánuðina, þegar ferðamaðurinn er hér.“ Sæmundur segir að hann hafi selt um fimm til sex þúsund lítra af ís á ári, frá því að hann hóf framleiðslu fyrir þremur árum. „Þetta er ekta rjómaís. Það er munur á þessum ís og ísnum sem þú færð út í búð. Ef þú skoðar innihaldið í ísnum sem þú kaupir venjulega, þá sérðu sykur, vatn og jurtafitu. Það er bara hreinn rjómi í okkar ís,“ segir Sæmundur, sem veit um fleiri býli á Suðurlandi sem eru farin að skoða ísframleiðsluna. Guðmundur Jón Guðmundsson, bóndi á Holtseli í Eyjafjarðarsveit, hefur framleitt ís frá árinu 2006. „Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur,“ segir Guðmundur, en Holtsel býður venjulega upp á 28 tegundir af heimagerðum ís. „Við seljum eflaust mest af vanillu- og súkkulaðiís, en á þessum tíma seljum við mikið af hundasúruís. Við seljum einnig helling af bjórís,“ segir Guðmundur, en bjórísinn er gerður úr dökkum Kalda. Ísinn frá Holtseli er seldur víða á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars í Melabúðinni í Vesturbænum og í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. „Í fyrra seldum við eitthvað á bilinu 10-12 þúsund lítra,“ segir Guðmundur. Hann segir að gæðaísar þekkist víða erlendis, en hér á landi hafi menn reynt að keppast við að gera vöruna eins ódýra og mögulegt er. „Okkar ís er vandaður. Það mætti alveg líkja honum við ísana frá Hagen Daaz og Ben & Jerry‘s.“kristjana@frettabladid.is Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
„Hingað koma oft hundrað manns á dag og um helgar fer fjöldinn alveg upp í 200-300 á dag,“ segir Helga Guðmundsdóttir, bóndi á Erpsstöðum en þar er til sölu ferskur ís sem búinn er til á bænum. Ís sem seldur er beint frá býli hefur notið vaxandi vinsælda undanfarin ár. Hann þykir mun ferskari en sá sem seldur er í verslunum, enda kemur hann nánast beint úr kúnni. „Það er búið að ganga rosalega vel í sumar, sérstaklega eftir að það fór að hlýna,“ segir Helga. Sæmundur Jón Jónsson, bóndi á Árbæ skammt frá Höfn, framleiðir einnig sinn eigin ís. Hann tekur í sama streng og Helga. „Salan gengur mjög vel yfir sumarmánuðina, þegar ferðamaðurinn er hér.“ Sæmundur segir að hann hafi selt um fimm til sex þúsund lítra af ís á ári, frá því að hann hóf framleiðslu fyrir þremur árum. „Þetta er ekta rjómaís. Það er munur á þessum ís og ísnum sem þú færð út í búð. Ef þú skoðar innihaldið í ísnum sem þú kaupir venjulega, þá sérðu sykur, vatn og jurtafitu. Það er bara hreinn rjómi í okkar ís,“ segir Sæmundur, sem veit um fleiri býli á Suðurlandi sem eru farin að skoða ísframleiðsluna. Guðmundur Jón Guðmundsson, bóndi á Holtseli í Eyjafjarðarsveit, hefur framleitt ís frá árinu 2006. „Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur,“ segir Guðmundur, en Holtsel býður venjulega upp á 28 tegundir af heimagerðum ís. „Við seljum eflaust mest af vanillu- og súkkulaðiís, en á þessum tíma seljum við mikið af hundasúruís. Við seljum einnig helling af bjórís,“ segir Guðmundur, en bjórísinn er gerður úr dökkum Kalda. Ísinn frá Holtseli er seldur víða á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars í Melabúðinni í Vesturbænum og í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. „Í fyrra seldum við eitthvað á bilinu 10-12 þúsund lítra,“ segir Guðmundur. Hann segir að gæðaísar þekkist víða erlendis, en hér á landi hafi menn reynt að keppast við að gera vöruna eins ódýra og mögulegt er. „Okkar ís er vandaður. Það mætti alveg líkja honum við ísana frá Hagen Daaz og Ben & Jerry‘s.“kristjana@frettabladid.is
Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein