Sífellt fleiri bændur skoða framleiðslu á rjómaís 22. júlí 2011 15:00 Afurðir Búkollu eru til margs nýtilegar. Sífellt fleiri bændur skoða framleiðslu á rjómaís. „Hingað koma oft hundrað manns á dag og um helgar fer fjöldinn alveg upp í 200-300 á dag,“ segir Helga Guðmundsdóttir, bóndi á Erpsstöðum en þar er til sölu ferskur ís sem búinn er til á bænum. Ís sem seldur er beint frá býli hefur notið vaxandi vinsælda undanfarin ár. Hann þykir mun ferskari en sá sem seldur er í verslunum, enda kemur hann nánast beint úr kúnni. „Það er búið að ganga rosalega vel í sumar, sérstaklega eftir að það fór að hlýna,“ segir Helga. Sæmundur Jón Jónsson, bóndi á Árbæ skammt frá Höfn, framleiðir einnig sinn eigin ís. Hann tekur í sama streng og Helga. „Salan gengur mjög vel yfir sumarmánuðina, þegar ferðamaðurinn er hér.“ Sæmundur segir að hann hafi selt um fimm til sex þúsund lítra af ís á ári, frá því að hann hóf framleiðslu fyrir þremur árum. „Þetta er ekta rjómaís. Það er munur á þessum ís og ísnum sem þú færð út í búð. Ef þú skoðar innihaldið í ísnum sem þú kaupir venjulega, þá sérðu sykur, vatn og jurtafitu. Það er bara hreinn rjómi í okkar ís,“ segir Sæmundur, sem veit um fleiri býli á Suðurlandi sem eru farin að skoða ísframleiðsluna. Guðmundur Jón Guðmundsson, bóndi á Holtseli í Eyjafjarðarsveit, hefur framleitt ís frá árinu 2006. „Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur,“ segir Guðmundur, en Holtsel býður venjulega upp á 28 tegundir af heimagerðum ís. „Við seljum eflaust mest af vanillu- og súkkulaðiís, en á þessum tíma seljum við mikið af hundasúruís. Við seljum einnig helling af bjórís,“ segir Guðmundur, en bjórísinn er gerður úr dökkum Kalda. Ísinn frá Holtseli er seldur víða á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars í Melabúðinni í Vesturbænum og í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. „Í fyrra seldum við eitthvað á bilinu 10-12 þúsund lítra,“ segir Guðmundur. Hann segir að gæðaísar þekkist víða erlendis, en hér á landi hafi menn reynt að keppast við að gera vöruna eins ódýra og mögulegt er. „Okkar ís er vandaður. Það mætti alveg líkja honum við ísana frá Hagen Daaz og Ben & Jerry‘s.“kristjana@frettabladid.is Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira
„Hingað koma oft hundrað manns á dag og um helgar fer fjöldinn alveg upp í 200-300 á dag,“ segir Helga Guðmundsdóttir, bóndi á Erpsstöðum en þar er til sölu ferskur ís sem búinn er til á bænum. Ís sem seldur er beint frá býli hefur notið vaxandi vinsælda undanfarin ár. Hann þykir mun ferskari en sá sem seldur er í verslunum, enda kemur hann nánast beint úr kúnni. „Það er búið að ganga rosalega vel í sumar, sérstaklega eftir að það fór að hlýna,“ segir Helga. Sæmundur Jón Jónsson, bóndi á Árbæ skammt frá Höfn, framleiðir einnig sinn eigin ís. Hann tekur í sama streng og Helga. „Salan gengur mjög vel yfir sumarmánuðina, þegar ferðamaðurinn er hér.“ Sæmundur segir að hann hafi selt um fimm til sex þúsund lítra af ís á ári, frá því að hann hóf framleiðslu fyrir þremur árum. „Þetta er ekta rjómaís. Það er munur á þessum ís og ísnum sem þú færð út í búð. Ef þú skoðar innihaldið í ísnum sem þú kaupir venjulega, þá sérðu sykur, vatn og jurtafitu. Það er bara hreinn rjómi í okkar ís,“ segir Sæmundur, sem veit um fleiri býli á Suðurlandi sem eru farin að skoða ísframleiðsluna. Guðmundur Jón Guðmundsson, bóndi á Holtseli í Eyjafjarðarsveit, hefur framleitt ís frá árinu 2006. „Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur,“ segir Guðmundur, en Holtsel býður venjulega upp á 28 tegundir af heimagerðum ís. „Við seljum eflaust mest af vanillu- og súkkulaðiís, en á þessum tíma seljum við mikið af hundasúruís. Við seljum einnig helling af bjórís,“ segir Guðmundur, en bjórísinn er gerður úr dökkum Kalda. Ísinn frá Holtseli er seldur víða á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars í Melabúðinni í Vesturbænum og í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. „Í fyrra seldum við eitthvað á bilinu 10-12 þúsund lítra,“ segir Guðmundur. Hann segir að gæðaísar þekkist víða erlendis, en hér á landi hafi menn reynt að keppast við að gera vöruna eins ódýra og mögulegt er. „Okkar ís er vandaður. Það mætti alveg líkja honum við ísana frá Hagen Daaz og Ben & Jerry‘s.“kristjana@frettabladid.is
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira