Heiðar Helguson og félagar í Queens Park Rangers eru komnir með fimm stiga forskot á toppi ensku b-deildarinnar eftir 2-1 heimasigur á Aroni Einari Gunnarsson og félögum í Coventry.
Heiðar og Aron Einar léku báðir allan leikinn með sínum liðum en eftir leikinn er QPR í fyrsta sæti deildarinnar með 52 stig eða fimm stigum meira en Cardiff City. Coventry er í 13. sæti, sjö stigum frá því að komast inn í úrslitakeppnina um síðasta lausa sætið í ensku úrvalsdeildinni.
Wayne Routledge skoraði sigurmark QPR á 79. mínútu leiksins en áður hafði Adel Taarabt jafnað metin fyrir QPR í lok fyrri hálfleiks með sínu þrettánda marki á tímabilinu. Marlon King hafði komið Coventry yfir í leiknum á 25. mínútu leiksins.
Heiðar Helguson fékk kjörið tækifæri til að skora á þrettándu mínútu en skallaði boltann í jörðina og yfir markið.
Heiðar og félagar komnir með fimm stiga forskot á toppnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Það var engin taktík“
Fótbolti



Raggi Nat á Nesið
Körfubolti





Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í
Enski boltinn