Skógrækt mun þýðingarmeiri en áður var talið 19. júlí 2011 11:35 Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, gróðursetur í Vinaskógi Mynd úr safni Skógrækt og verndun skóga eru mun þýðingarmeiri í baráttunni gegn loftlagsbreytingum en áður var talið. Þetta sýnir ný rannsókn sem tímaritið Nature Geoscience hefur birt en þar kemur fram að eyðing skóga hefur mun verri afleiðingar í för með sér en til þessa hefur verið sýnt fram á. Ef maðurinn hætti að eyða skógum í dag myndu núverandi skógar og það skóglendi sem við bættist fjarlægja helminginn af losun vegna jarðefnaeldsneytis, segir einn greinarhöfunda, ástralski vísindamaðurinn Josep Canadell við CSIRO-rannsóknarstofnunina í Canberra, en hann lýsir niðurstöðunum sem bæði ótrúlegum og óvæntum. Sérstaklega hafi komið á óvart hve mikinn koltvísýring (CO2) svæði náðu að binda þar sem skógur óx á ný eftir að hann hafði áður verið högginn niður eða brenndur. Til þessa hefur verið áætlað að 12 til 20 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda mætti rekja til eyðingar skóga. Þessi tala er hins vegar mun hærri, eða um 26 prósent, samkvæmt þessari nýju rannsókn, sem byggð er á gögnum sem alþjóðlegur hópur loftlagssérfræðinga safnaði á árunum 1990-2007, meðal annars með aðstoð gervihnatta. Skógar heimsins virðast hins vegar enn ná að sjúga til sín allt að þriðungi útblásturs frá kolum, gasi og olíu. Canadell segir rannsóknina sýna fram á gríðarleg áhrif skóga á loftslagsþróun. Skógurinn virki í raun eins og svampur í að sjúga upp koltvísýring og hann sé enn mikilvægari en áður var talið í baráttunni við að takmarka loftlagsbreytingar. Þetta þýði að verndun skóga og endurheimt skóglendis muni gegna mun stærra hlutverki og hafa meira vægi í alþjóðlegum viðskiptum með losunarkvóta. Verðmætið hlaupi á mörghundruð milljörðum króna á evrópskum markaði fyrir losunarkvóta. Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Skógrækt og verndun skóga eru mun þýðingarmeiri í baráttunni gegn loftlagsbreytingum en áður var talið. Þetta sýnir ný rannsókn sem tímaritið Nature Geoscience hefur birt en þar kemur fram að eyðing skóga hefur mun verri afleiðingar í för með sér en til þessa hefur verið sýnt fram á. Ef maðurinn hætti að eyða skógum í dag myndu núverandi skógar og það skóglendi sem við bættist fjarlægja helminginn af losun vegna jarðefnaeldsneytis, segir einn greinarhöfunda, ástralski vísindamaðurinn Josep Canadell við CSIRO-rannsóknarstofnunina í Canberra, en hann lýsir niðurstöðunum sem bæði ótrúlegum og óvæntum. Sérstaklega hafi komið á óvart hve mikinn koltvísýring (CO2) svæði náðu að binda þar sem skógur óx á ný eftir að hann hafði áður verið högginn niður eða brenndur. Til þessa hefur verið áætlað að 12 til 20 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda mætti rekja til eyðingar skóga. Þessi tala er hins vegar mun hærri, eða um 26 prósent, samkvæmt þessari nýju rannsókn, sem byggð er á gögnum sem alþjóðlegur hópur loftlagssérfræðinga safnaði á árunum 1990-2007, meðal annars með aðstoð gervihnatta. Skógar heimsins virðast hins vegar enn ná að sjúga til sín allt að þriðungi útblásturs frá kolum, gasi og olíu. Canadell segir rannsóknina sýna fram á gríðarleg áhrif skóga á loftslagsþróun. Skógurinn virki í raun eins og svampur í að sjúga upp koltvísýring og hann sé enn mikilvægari en áður var talið í baráttunni við að takmarka loftlagsbreytingar. Þetta þýði að verndun skóga og endurheimt skóglendis muni gegna mun stærra hlutverki og hafa meira vægi í alþjóðlegum viðskiptum með losunarkvóta. Verðmætið hlaupi á mörghundruð milljörðum króna á evrópskum markaði fyrir losunarkvóta.
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira