Búa átta fanga undir að bera ökklaband 15. desember 2011 06:00 ÖKKLABANDIÐ Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, sýnir ökklaband. Bandið sem notað verður hjá Fangelsismálastofnun verður örlítið minna í sniðum en það sem sýnt er á myndinni.fréttablaðið/GVA Átta fangar dvelja nú á Áfangaheimili Verndar þar sem þeir eru búnir undir það að ljúka afplánun í svokölluðu rafrænu eftirliti. Ríkisstjórnin hefur veitt 21 milljón til þeirrar framkvæmdar sem felst í því að hver fangi fær að afplána það sem eftir stendur af refsingu hans heima hjá sér með því skilyrði að hann stundi reglulega vinnu eða nám utan heimilis á hefðbundnum tímum. Viðkomandi þarf að bera ökklaband allan sólarhringinn, sem tengt er við móðurtölvu hjá öryggisfyrirtæki. Inn í tölvuna er stimplað á hvaða tíma fanginn á að vera heima og hvenær utan heimilis. Brjóti hann þær reglur sendir ökklabandið þegar merki til móðurtölvunnar sem er áframsent til Fangelsismálastofnunar. Afleiðingin er einföld: viðkomandi fer aftur í fangelsi og lýkur afplánun þar. Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, bar sjálfur ökklaband í nokkra daga til reynslu. Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir að undirbúningurinn á Vernd sé samkvæmt lögum sá að þar þurfi menn að hafa dvalið með fullnægjandi hætti í að minnsta kosti þrjá mánuði og sumir lengur, sem fari eftir því hvað dómur sé langur. Þá þurfi þeir að hafa sýnt og sannað í fangelsinu að þeir séu taldir hæfir til að dvelja á Vernd. Hinir sem verði uppvísir að agabrotum ljúki afplánun innan veggja fangelsisins. „Það eru eingöngu þeir sem dvalið hafa á Vernd, öðru áfangaheimili eða stofnun sem koma til greina í þetta afplánunarúrræði,“ útskýrir hann og bætir við að menn þurfi jafnframt að hafa verið dæmdir í að minnsta kosti eins árs fangelsi, því þá geti þeir afplánað síðasta mánuðinn undir rafrænu eftirliti. Tími í rafrænu eftirliti lengist svo um einn mánuð fyrir hvert dæmt ár og getur mest orðið átta mánuðir. Auk ökklabandsins þurfa menn að vera því viðbúnir að tekin séu af þeim sýni, hvort heldur er á vinnustað eða heima, til að athuga hvort þeir hafi neytt áfengis eða fíkniefna. Fyrstu fangarnir sem koma til með að bera ökklaband hér á landi fá að fara með þau heim til sín í mars. „Þetta ferli allt saman er hugsað þannig að fangelsismálayfirvöld lina tökin smám saman, í stað þess að senda menn beint út í lífið,“ segir Erlendur og telur fyrrnefndu aðferðina mun vænlegri. Gera má ráð fyrir að um átta til tíu fangar geti í senn afplánað síðasta hluta refsingar sinnar undir rafrænu eftirliti. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Sjá meira
Átta fangar dvelja nú á Áfangaheimili Verndar þar sem þeir eru búnir undir það að ljúka afplánun í svokölluðu rafrænu eftirliti. Ríkisstjórnin hefur veitt 21 milljón til þeirrar framkvæmdar sem felst í því að hver fangi fær að afplána það sem eftir stendur af refsingu hans heima hjá sér með því skilyrði að hann stundi reglulega vinnu eða nám utan heimilis á hefðbundnum tímum. Viðkomandi þarf að bera ökklaband allan sólarhringinn, sem tengt er við móðurtölvu hjá öryggisfyrirtæki. Inn í tölvuna er stimplað á hvaða tíma fanginn á að vera heima og hvenær utan heimilis. Brjóti hann þær reglur sendir ökklabandið þegar merki til móðurtölvunnar sem er áframsent til Fangelsismálastofnunar. Afleiðingin er einföld: viðkomandi fer aftur í fangelsi og lýkur afplánun þar. Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, bar sjálfur ökklaband í nokkra daga til reynslu. Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir að undirbúningurinn á Vernd sé samkvæmt lögum sá að þar þurfi menn að hafa dvalið með fullnægjandi hætti í að minnsta kosti þrjá mánuði og sumir lengur, sem fari eftir því hvað dómur sé langur. Þá þurfi þeir að hafa sýnt og sannað í fangelsinu að þeir séu taldir hæfir til að dvelja á Vernd. Hinir sem verði uppvísir að agabrotum ljúki afplánun innan veggja fangelsisins. „Það eru eingöngu þeir sem dvalið hafa á Vernd, öðru áfangaheimili eða stofnun sem koma til greina í þetta afplánunarúrræði,“ útskýrir hann og bætir við að menn þurfi jafnframt að hafa verið dæmdir í að minnsta kosti eins árs fangelsi, því þá geti þeir afplánað síðasta mánuðinn undir rafrænu eftirliti. Tími í rafrænu eftirliti lengist svo um einn mánuð fyrir hvert dæmt ár og getur mest orðið átta mánuðir. Auk ökklabandsins þurfa menn að vera því viðbúnir að tekin séu af þeim sýni, hvort heldur er á vinnustað eða heima, til að athuga hvort þeir hafi neytt áfengis eða fíkniefna. Fyrstu fangarnir sem koma til með að bera ökklaband hér á landi fá að fara með þau heim til sín í mars. „Þetta ferli allt saman er hugsað þannig að fangelsismálayfirvöld lina tökin smám saman, í stað þess að senda menn beint út í lífið,“ segir Erlendur og telur fyrrnefndu aðferðina mun vænlegri. Gera má ráð fyrir að um átta til tíu fangar geti í senn afplánað síðasta hluta refsingar sinnar undir rafrænu eftirliti. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Sjá meira