Lífið

Óþekkjanleg Jennifer Lopez

MYNDIR/Cover Media
Söngkonan og American Idol dómarinn Jennifer Lopez, 41 árs, var nánast óþekkjanleg með risastór sólgleraugu á nefinu, ómáluð í andliti, með hárið tekið upp í snúð, klædd í bleikar joggingbuxur og svartan síðerma rúllukragabol eins og sjá má á myndunum sem voru teknar í fyrradag.

Það var hinsvegar allt annað að sjá söngkonuna í gærkvöldi klædda í gylltan glamúrgalla eftir Zuhair Murad og Christian Louboutin skó. Jennifer var stórglæsileg eins og sjá má í myndasafni. Um var að ræða heljarinnar partý sem hún hélt í Los Angeles í tilefni af útkomu nýju plötunnar hennar Love?.

Burtséð frá nýju plötunni er nóg að gera hjá Jennifer. Hún og eiginmaður hennar Marc Anthony ásamt Simon Fuller, sem er hugmyndasmiðurinn á bak við Idol, skipuleggja nú nýjan sjónvarpsraunveruleikaþátt sem ber heitið Que Viva. Þátturinn gengur út á að uppgötva nýja hæfileikaríka söngvara sem eiga ættir sínar að rekja til Suður-Ameríku.



Þá hefur Jennifer einnig tekið að sér að taka þátt í að talsetja væntanlega teiknimynd Ice Age: Continental Drift. Ekki er vitað hvort hún sitji áfram í American Idol sætinu á næsta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.