Fæddi barn ofan í klósett og skildi það eftir til að deyja 9. febrúar 2011 12:15 Nýfæddur drengur á líf sitt að þakka snörpum handtökum ræstitækna á íþróttaleikvangi í Suður Karólínu í Bandaríkjunum. Móðir drengsins fæddi hann á salerni íþróttaleikvangsins og skild hann eftir í klósettskálinni þar sem hann var við það að drukkna þegar ræstitæknana bar að. ,,Þeir björguðu lífi hans," segir lögreglustjórinn Terri Wilfong. Móðir drengsins, Jessica Blackham átti fyrir eitt barn með eiginmanni sínum. Hún verður kærð fyrir að fæða barnið ofan í klósett og skilja drenginn þar eftir til að mæta dauða sínum. Ræstitæknar urðu drengsins varir, björguðu honum upp úr klósettskálinni og hringdu á sjúkrabíl. Talið er að drengurinn hafi verið í klósettskálinni í um 90 mínútur og þykir kraftaverk að hann hafi lifað þessa þrekraun af.Jessica Blackham er 25 ára gömul. Mynd/GreenvilleHann var strax fluttur á sjúkrahús og greindist með ofkælingu, en búist er við að hann nái fullri heilsu. Hann er nú í umsjá félagsmálayfirvalda. Móðir hans getur búist við allt að 50 ára fangelsi fyrir brot sín. Hún er nú 25 ára gömul. Móðirin hafði lagt leið sína á íþróttaleikvanginn ásamt systur sinni og barni til að fylgjast með sirkussýningu. Enginn hefur skýringar á ástæðum þess að hún skildi nýfæddan son sinn eftir til að drukkna. Hún hefur ekki áður komist í kast við lögin. Roger Newton, framkvæmdastjóri íþróttaleikvangsins Bi-Lo Center, segist aldrei á 33ja ára ferli sínum hafa komist í tæri við annað eins. Hann hefur upplifað það í starfi að koma að látnu fólki en aldrei nýfæddu barni við dauðans dyr. Roger segir ræstitæknana hafa staðið sig eins og hetjur, og að starfsfólk leikvangsins sé afar stolt af þeim. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Nýfæddur drengur á líf sitt að þakka snörpum handtökum ræstitækna á íþróttaleikvangi í Suður Karólínu í Bandaríkjunum. Móðir drengsins fæddi hann á salerni íþróttaleikvangsins og skild hann eftir í klósettskálinni þar sem hann var við það að drukkna þegar ræstitæknana bar að. ,,Þeir björguðu lífi hans," segir lögreglustjórinn Terri Wilfong. Móðir drengsins, Jessica Blackham átti fyrir eitt barn með eiginmanni sínum. Hún verður kærð fyrir að fæða barnið ofan í klósett og skilja drenginn þar eftir til að mæta dauða sínum. Ræstitæknar urðu drengsins varir, björguðu honum upp úr klósettskálinni og hringdu á sjúkrabíl. Talið er að drengurinn hafi verið í klósettskálinni í um 90 mínútur og þykir kraftaverk að hann hafi lifað þessa þrekraun af.Jessica Blackham er 25 ára gömul. Mynd/GreenvilleHann var strax fluttur á sjúkrahús og greindist með ofkælingu, en búist er við að hann nái fullri heilsu. Hann er nú í umsjá félagsmálayfirvalda. Móðir hans getur búist við allt að 50 ára fangelsi fyrir brot sín. Hún er nú 25 ára gömul. Móðirin hafði lagt leið sína á íþróttaleikvanginn ásamt systur sinni og barni til að fylgjast með sirkussýningu. Enginn hefur skýringar á ástæðum þess að hún skildi nýfæddan son sinn eftir til að drukkna. Hún hefur ekki áður komist í kast við lögin. Roger Newton, framkvæmdastjóri íþróttaleikvangsins Bi-Lo Center, segist aldrei á 33ja ára ferli sínum hafa komist í tæri við annað eins. Hann hefur upplifað það í starfi að koma að látnu fólki en aldrei nýfæddu barni við dauðans dyr. Roger segir ræstitæknana hafa staðið sig eins og hetjur, og að starfsfólk leikvangsins sé afar stolt af þeim.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira