Erlent

Fæddi barn ofan í klósett og skildi það eftir til að deyja

Nýfæddur drengur á líf sitt að þakka snörpum handtökum ræstitækna á íþróttaleikvangi í Suður Karólínu í Bandaríkjunum. Móðir drengsins fæddi hann á salerni íþróttaleikvangsins og skild hann eftir í klósettskálinni þar sem hann var við það að drukkna þegar ræstitæknana bar að.

,,Þeir björguðu lífi hans," segir lögreglustjórinn Terri Wilfong.

Móðir drengsins, Jessica Blackham átti fyrir eitt barn með eiginmanni sínum. Hún verður kærð fyrir að fæða barnið ofan í klósett og skilja drenginn þar eftir til að mæta dauða sínum.

Ræstitæknar urðu drengsins varir, björguðu honum upp úr klósettskálinni og hringdu á sjúkrabíl.

Talið er að drengurinn hafi verið í klósettskálinni í um 90 mínútur og þykir kraftaverk að hann hafi lifað þessa þrekraun af.

Jessica Blackham er 25 ára gömul. Mynd/Greenville
Hann var strax fluttur á sjúkrahús og greindist með ofkælingu, en búist er við að hann nái fullri heilsu. Hann er nú í umsjá félagsmálayfirvalda.

Móðir hans getur búist við allt að 50 ára fangelsi fyrir brot sín. Hún er nú 25 ára gömul.

Móðirin hafði lagt leið sína á íþróttaleikvanginn ásamt systur sinni og barni til að fylgjast með sirkussýningu.

Enginn hefur skýringar á ástæðum þess að hún skildi nýfæddan son sinn eftir til að drukkna. Hún hefur ekki áður komist í kast við lögin.

Roger Newton, framkvæmdastjóri íþróttaleikvangsins Bi-Lo Center, segist aldrei á 33ja ára ferli sínum hafa komist í tæri við annað eins. Hann hefur upplifað það í starfi að koma að látnu fólki en aldrei nýfæddu barni við dauðans dyr.

Roger segir ræstitæknana hafa staðið sig eins og hetjur, og að starfsfólk leikvangsins sé afar stolt af þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×