Enski boltinn

Ancelotti: Spiluðum ekki nógu vel

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var alls ekki nógu ánægður með sitt lið í dag og viðurkenndi fúslega að Chelsea-liðið hefði ekki verið nógu gott.

"Við spiluðum ekki vel. Frammistaða okkar var ekki nógu góð til þess að vinna leikinn," sagði Ancelotti.

"Liverpool varðist mjög vel og við fundum ekki svæði til þess að spila boltanum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×