Enski boltinn

Denilson: Fabregas er enginn leiðtogi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Denilson.
Denilson. Mynd/AP
Brasilíumaðurinn Denilson hjá Arsenal gefur ekki mikið fyrir leiðtogahæfileika

Spánverjans Cesc Fabregas sem hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin ár. Ummælum Denilson var slegið upp í The Sun í morgun.

„Fabregas er fyrirliði liðsins en hann er enginn leiðtogi. Þetta er spurningin um persónuleika manna og leiðtogar geta verið mjög ungir því það hæfileikar sem þú ert fæddur með," sagði Denilson í viðtali á brasilískri netsíðu.

„Okkur skortir leiðtoga og ef við ætlum að komast lengra þá þurfum við alvöru leiðtoga. Það er ekki einn leikmaður í Arsenal-liðinu sem er leiðtogi," sagði Denilson.

Fabregas skrifaði um þessa yfirlýsingu félaga síns á twitter-síðunni sinni áðan. „Þetta er bara miðsskilingur," segir Cesc og henti inn mynd af þeim félögum brosandi saman.

Denilson sagði jafnframt að besti markvörðurinn hjá Arsenal sé Spánverjinn Manuel Almunia en Almunia hefur misst byrjunarliðssætið sitt til Pólverjana Lukasz Fabianski og Wojciech Szczesny.

Denilson hrósaði líka stjóra sínum Arsene Wenger. „Hann er hefur unnið stórkostlegt starf hér og ég virði hann mikið fyrir að gefa ungum leikmönnum tækifærið," sagði Denilson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×