Hannar mynd á breskan bol 5. júlí 2011 14:00 Siggi Eggerts hefur vakið athygli víða um heim fyrir hönnun sína og myndskreytingar. Fréttablaðið/Valli „Það er alltaf gaman að fólk geti keypt föt með verkunum mínum," segir grafíski hönnuðurinn Sigurður Eggertsson sem þekktur er undir nafninu Siggi Eggerts. Siggi var beðinn um að búa til mynd á bol fyrir bresku verslunina Asos.com sem er stærsta sjálfstæða tísku- og snyrtivöruverslun Bretlands á netinu. Siggi er fyrsti íslenski hönnuðurinn sem unnið hefur í samstarfi við verslunina. „Það er gott að vinna með honum Sigga," segir Adrian Currie, fjölmiðlafulltrúi hjá Asos. „Siggi gerði eina mynd á bol fyrir okkur sem framleiddur verður í takmörkuðu upplagi, 120 eintökum," upplýsir Adrian og bætir við að byrjað verði að selja bolina þriðju vikuna í júlí. Siggi og Adrian eru inntir eftir því hvernig samstarf þeirra kom til. Adrian byrjar á að útskýra: „Við erum í samstarfi við hóp sem kallar sig It's Nice That og gefur meðal annars út tímarit. Í samvinnu við hópinn völdum við fimm alþjóðlega listamenn til að hanna mynd fyrir bol hjá okkur," segir Adrian og Siggi tekur við: „Kunningjar mínir hjá It's Nice That höfðu samband við mig og fengu mig til þess að búa til mynstur. Svo verða líka búnir til límmiðar með mynstrinu sem hægt verður að líma á hjól. Þetta var eiginlega bara hversdagsvinna hjá mér."„Ég lét prentaða öryggisborða vefjast í kringum bolinn,“ segir Siggi um bolinn sem hann hannaði.mynd/asosAsos er þó ekki fyrsta tískuvöruverslunin sem Siggi hannar fyrir. „Ég bjó til litla línu fyrir H&M Divided fyrir nokkrum árum. Svo hef ég gert fullt af bolum fyrir Nike. Ég hef unnið smávegis við föt," segir Siggi og er í framhaldinu spurður hvort hann sjái fyrir sér að halda áfram í hönnun mynda og mynstra fyrir föt. „Ég er þannig séð ekkert að eltast við það en ef verkefnið er áhugavert þá geri ég það auðvitað. Ég stefni samt ekki beint að því," segir Siggi sem hefur vakið athygli víða um heim undanfarin ár fyrir hönnun sína og myndskreytingar. martaf@frettabladid.is Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
„Það er alltaf gaman að fólk geti keypt föt með verkunum mínum," segir grafíski hönnuðurinn Sigurður Eggertsson sem þekktur er undir nafninu Siggi Eggerts. Siggi var beðinn um að búa til mynd á bol fyrir bresku verslunina Asos.com sem er stærsta sjálfstæða tísku- og snyrtivöruverslun Bretlands á netinu. Siggi er fyrsti íslenski hönnuðurinn sem unnið hefur í samstarfi við verslunina. „Það er gott að vinna með honum Sigga," segir Adrian Currie, fjölmiðlafulltrúi hjá Asos. „Siggi gerði eina mynd á bol fyrir okkur sem framleiddur verður í takmörkuðu upplagi, 120 eintökum," upplýsir Adrian og bætir við að byrjað verði að selja bolina þriðju vikuna í júlí. Siggi og Adrian eru inntir eftir því hvernig samstarf þeirra kom til. Adrian byrjar á að útskýra: „Við erum í samstarfi við hóp sem kallar sig It's Nice That og gefur meðal annars út tímarit. Í samvinnu við hópinn völdum við fimm alþjóðlega listamenn til að hanna mynd fyrir bol hjá okkur," segir Adrian og Siggi tekur við: „Kunningjar mínir hjá It's Nice That höfðu samband við mig og fengu mig til þess að búa til mynstur. Svo verða líka búnir til límmiðar með mynstrinu sem hægt verður að líma á hjól. Þetta var eiginlega bara hversdagsvinna hjá mér."„Ég lét prentaða öryggisborða vefjast í kringum bolinn,“ segir Siggi um bolinn sem hann hannaði.mynd/asosAsos er þó ekki fyrsta tískuvöruverslunin sem Siggi hannar fyrir. „Ég bjó til litla línu fyrir H&M Divided fyrir nokkrum árum. Svo hef ég gert fullt af bolum fyrir Nike. Ég hef unnið smávegis við föt," segir Siggi og er í framhaldinu spurður hvort hann sjái fyrir sér að halda áfram í hönnun mynda og mynstra fyrir föt. „Ég er þannig séð ekkert að eltast við það en ef verkefnið er áhugavert þá geri ég það auðvitað. Ég stefni samt ekki beint að því," segir Siggi sem hefur vakið athygli víða um heim undanfarin ár fyrir hönnun sína og myndskreytingar. martaf@frettabladid.is
Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira