Katie Mitic, einn af stjórnendum eBay, tilkynnti í dag að vefverslunin færi í samstarf með Facebook, samskiptasíðunni vinsælu.
Samkvæmt Mitic geta notendur Facebook tengst eBay í gegnum samskiptasíðuna og virkjað þannig tengslanet sitt til að kaupa vörur í gegnum netið.
Mitic sagði að markmiðið væri að gera viðskipti á netinu persónulegri.
