Erlent

Fór í lýtaaðgerð á rassi og lést í kjölfarið

Bresk kona lést í Bandaríkjunum á dögunum en þangað hafði hún farið til þess að gangast undir fegrunaraðgerð á rassi sínum. Skömmu eftir aðgerðina var hin tvítuga kona flutt á sjúkrahús með verk fyrir brjósti en einnig átti hún erfitt með andardrátt. Hún lést skömmu síðar.

Lögreglan leitar nú að læknunum sem framkvæmdu aðgerðina á konunni en ekki er ljóst hvort þeir hafi haft fullgild læknaleyfi. Konan hafði ferðast til Ameríku með þremur vinkomum sínum en þær höfðu fundið lýtalækninn á Netinu.

Talið er að deyfilyf sem notað var við aðgerðina hafi dregið konuna til dauða en niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×