Innlent

Lögreglan varar við "Spænska lotterísvindlinu“

Háum fjárhæðum er lofað.
Háum fjárhæðum er lofað.
Lögreglu hafa borist ábendingar frá erlendum lögregluliðum um vaxandi fjölda fjársvika í Vestur-Evrópu sem kölluð eru „Spænska lotterísvindlið".

Fjársvikin ganga út á það að fólk fær send bréf frá Spáni með tilkynningu um að það hafi unnið í happdrætti og gefin eru upp símanúmer og tölvupóstföng til þess að nálgast vinninginn. Eru þetta svik náskyld þeim svikum sem kölluð hafa verið

„Nígeríusvindl" hér á landi. Lögreglan ræður fólki eindregið frá því að svara slíkum tilkynningum og alls ekki að freista þess að senda peninga á milli landa í því skyni að liðka fyrir því að fá slíkan „vinning" greiddan út.

Auk þessa berast lögreglunni reglulega kærur þar sem óprúttnum aðilum hefur tekist að fá fólk til þess að senda peninga á milli landa á grundvelli ýmissa viðskipta sem síðan reynast blekking ein.

Það sem þessar tilraunir til fjársvika eiga sameiginlegt í flestum tilvikum er það að óskað er eftir því að fjárhæðir séu sendar milli landa í gegnum Western Union, MoneyGram eða sambærileg peningaflutningafyrirtæki, en sjaldnast með SWIFT eins og tryggast er að haga slíkum peningaflutningi.

- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×