Innlent

Mikið frost næstu daga

Búast má við miklu frosti víða um land næstu daga.
Búast má við miklu frosti víða um land næstu daga. mynd/vilhelm
„Það vantar eina góða lægð úr suðri og þá ætti að hlýna,“ segir Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Mikið frost er víða um land og mældist hitastigið í Reykjavík -9 gráður klukkan níu í morgun og á Þingvöllum mældist -21 stigs frost í nótt.

Ástæðan fyrir þessum mikla kulda eru norðlægar áttir sem fara nú yfir landið en gert er ráð fyrir áframhaldandi frosti um allt land alla vikuna. Í nótt og á morgun mega íbúar á höfuðborgarsvæðinu búast við nokkrum snjókornum og í kvöld verður éljagangur. En það er eina ofankoman sem hægt er að sjá í kortunum næstu vikurnar.

Eins og áður sagði mældist 21 stigs frost á Þingvöllum í nótt og í morgun mældist frost á Mývatni  -18,6 gráður og á Akureyri -12 gráður. Það var þó ekki allir íbúar sem vöknuðu í nístingskulda í morgun því í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum var frostið í kringum -3 gráður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×