Innlent

Þorvarður hugsanlega ákærður fyrir að hafa orðið föður sínum að bana

Ólafur Þórðarson lést um helgina.
Ólafur Þórðarson lést um helgina.
Ríkissaksóknari skoðar nú hvort það eigi að ákæra Þorvarð Davíð Ólafsson fyrir að hafa orðið föður sínum, Ólafi Þórðarsyni, að bana, en hann lést um helgina vegna áverka sem sonur hans veitti honum í hrottalegri árás á síðasta ári. Ólafur, sem hlaut mikla áverka, komst aldrei til meðvitundar eftir árásina.

Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Þorvarður var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Samkvæmt Huldu Elsu Björgvinsdóttur, saksóknara hjá embætti ríkissaksóknara, verður farið yfir málið og ákvörðun tekin í framhaldinu hvort Þorvarður Davíð verði ákærður fyrir manndráp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×