Guðmundur Felix vill nýjar hendur - helst í réttum lit og kyni Hugrún Halldórsdóttir skrifar 10. september 2011 20:00 Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í vinnuslysi fyrir tæpum tveimur áratugum, fékk í gær langþráð samþykki lækna fyrir handaágræðslu. Sérfræðingar telja ólíklegt að hann fái mátt í báða handleggi en Guðmundur heldur þó í þá von. Handleggina missti Guðmundur rétt fyrir neðan axlir árið 1998, þá 26 ára gamall. Hann hefur upp frá því haldið í vonina um að komast í handaágræðslu á sérhæfðu sjúkrahúsi í Frakklandi, og í gær fékk hann grænt ljós frá læknateyminu sem þar starfar. „Ég er alveg bara dofinn. Ég snýst bara í hringi," segir Guðmundur. Nú er þetta fyrsta aðgerð sinnar tegundar, við hverju má búast? „Einhverju betra en það er í dag allavega," svarar Guðmundur og bætir við: „Hvort að ég nái einhverntímann einhverri færni með fingurna á mér er í rauninni frekar ósennilegt en ekki útilokað. En bara ef ég get fengið einhverja tilfinningu og ég get hreyft olnbogann, og ég er með einhverja fálmara, eitthvað annað heldur en að vera "amputeraður" við axlir þá verð ég bara rosa sáttur." Líf Guðmundar tekur nú miklum breytingum en hann hefur ákveðið að flytja til Lyon í Frakklandi, þar sem aðgerðin verður framkvæmd, en það getur tekið nokkurn tíma fyrir læknana að finna nothæfa handleggi. „Líffæri, geta verið úr kalli eða konu, barni eða gamalmenni en hendurnar þurfa að passa mikið betur. Blóðflokkurinn er náttúrulega aðalatriðið en svo er svona skemmtilegra að hafa þær í réttum lit og stærð... og af réttu kyni," segir Guðmundur. Og Guðmundur stefnir á að vera farinn til Frakklands um næstu áramót. „Ég ætla bara að bíða í Frakklandi. Það er 6 tíma rammi eftir að "donor" kemur þangað til að ég verð að vera kominn. Og ég ætla ekki að treysta á það að eldfjöllin hérna verði í lagi eða flugvél bíði eftir mér. Það er bara of mikið í húfi." Ljóst er að Guðmundur þarf á fjárstuðningi að halda til að draumurinn geti orðið að veruleika en hann á eftir að koma til með að standa straum af öllum kostnaði sem aðgerðinni fylgir. Þeir sem vilja leggja honum lið geta lagt inn á styrktarreikning: 537-26-2164, kt. 5307110130. Einnig er hægt að hringja í söfnunarnúmerin: 901 5100, fyrir 1000 kr, 901 5200 fyrir 2000 kr og 901 5500 fyrir 5000 kr. Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í vinnuslysi fyrir tæpum tveimur áratugum, fékk í gær langþráð samþykki lækna fyrir handaágræðslu. Sérfræðingar telja ólíklegt að hann fái mátt í báða handleggi en Guðmundur heldur þó í þá von. Handleggina missti Guðmundur rétt fyrir neðan axlir árið 1998, þá 26 ára gamall. Hann hefur upp frá því haldið í vonina um að komast í handaágræðslu á sérhæfðu sjúkrahúsi í Frakklandi, og í gær fékk hann grænt ljós frá læknateyminu sem þar starfar. „Ég er alveg bara dofinn. Ég snýst bara í hringi," segir Guðmundur. Nú er þetta fyrsta aðgerð sinnar tegundar, við hverju má búast? „Einhverju betra en það er í dag allavega," svarar Guðmundur og bætir við: „Hvort að ég nái einhverntímann einhverri færni með fingurna á mér er í rauninni frekar ósennilegt en ekki útilokað. En bara ef ég get fengið einhverja tilfinningu og ég get hreyft olnbogann, og ég er með einhverja fálmara, eitthvað annað heldur en að vera "amputeraður" við axlir þá verð ég bara rosa sáttur." Líf Guðmundar tekur nú miklum breytingum en hann hefur ákveðið að flytja til Lyon í Frakklandi, þar sem aðgerðin verður framkvæmd, en það getur tekið nokkurn tíma fyrir læknana að finna nothæfa handleggi. „Líffæri, geta verið úr kalli eða konu, barni eða gamalmenni en hendurnar þurfa að passa mikið betur. Blóðflokkurinn er náttúrulega aðalatriðið en svo er svona skemmtilegra að hafa þær í réttum lit og stærð... og af réttu kyni," segir Guðmundur. Og Guðmundur stefnir á að vera farinn til Frakklands um næstu áramót. „Ég ætla bara að bíða í Frakklandi. Það er 6 tíma rammi eftir að "donor" kemur þangað til að ég verð að vera kominn. Og ég ætla ekki að treysta á það að eldfjöllin hérna verði í lagi eða flugvél bíði eftir mér. Það er bara of mikið í húfi." Ljóst er að Guðmundur þarf á fjárstuðningi að halda til að draumurinn geti orðið að veruleika en hann á eftir að koma til með að standa straum af öllum kostnaði sem aðgerðinni fylgir. Þeir sem vilja leggja honum lið geta lagt inn á styrktarreikning: 537-26-2164, kt. 5307110130. Einnig er hægt að hringja í söfnunarnúmerin: 901 5100, fyrir 1000 kr, 901 5200 fyrir 2000 kr og 901 5500 fyrir 5000 kr.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira