Enski boltinn

Sturridge gæti hugsað sér að vera áfram hjá Bolton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Daniel Sturridge.
Daniel Sturridge.
Framherjinn ungi, Daniel Sturridge, hefur slegið í gegn hjá Bolton eftir áramót en hann var lánaður til félagsins frá Chelsea út leiktíðina.

Sturridge er afar ánægður í herbúðum félagsins og segist vel geta hugsað sér að vera þar áfram.

Hann er búinn að skora fjögur mörk í fjórum leikjum fyrir Bolton.

"Ég er afar glaður með að spila 90 mínútur í hverjum leik. Það er aðalatriðið. Mörkin koma líka sem er ekki verra. Ef ég held áfram á sömu braut er ég viss um að ég á eftir að eiga glæsta framtíð," sagði Sturridge lítillátur.

"Ég legg mikið á mig og stjórinn hefur gefið mér mikið sjálfstraust. Hann leyfir mér að spila þann fótbolta sem ég vil spila. Ég fæ að tjá mig á vellinum og spila þann bolta sem hentar mér. Ég spila án ótta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×