Enski boltinn

Eiður og félagar í Fulham í flugháska

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Fulham lentu í óþægilegu atviki í flugvél á fimmtudaginn þegar liðið var á heimleið úr æfingaferð í Portúgal.

Vélin var nýfarin í loftið þegar aðvörunarljós gáfu til kynna bilun í lendingarbúnaði. Flugvélinni var snúið við hið snarasta og lenti hún heilu og höldnu aftur.

„Fólkið í flugvélinni var mjög rólegt og sem betur fer því við erum með nokkra flughrædda leikmenn,“ sagði Mark Hughes, knattspyrnustjóri Fulham.

Liðið hélt svo til Englands með annarri flugvél eftir margra klukkutíma bið. Fulham mætir Man City í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×