Meðlimir ný-þungarokkhljómsveitarinnar Slipknot eru ekki á sömu skoðun um framtíð hljómsveitarinnar. Söngvarinn Corey Taylor er neikvæður á meðan trommarinn Joey Jordison segir hljómsveitina eilífa.
Taylor sagði nýlega í viðtali við bandaríska útvarpsstöð að tónleikaferðalag sumarsins ráði úrslitum um framtíð hljómsveitarinnar. „Ég ætla ekki að vekja falska von hjá aðdáendum okkar,“ sagði hann dramatískur. „Ef þetta tónleikaferðalag gengur ekki upp gætu dagar hljómsveitarinnar verið taldir.“
Taylor var með ummælunum að svara Jordison sem sagði á dögunum að Slipknot verði alltaf til –með eða án Corey Taylor. - afb

