Lífið

Fær 56 þúsund frá Sheen

Sheen þarf að greiða meðlög uppá tólf milljónir.
Sheen þarf að greiða meðlög uppá tólf milljónir.
Skilnaður Brooke Mueller og Charlie Sheen hefur endanlega verið lögfestur. Leikaranum er nú gert skylt að greiða Mueller 56 þúsund dollara eða sex milljónir íslenskra króna á mánuði í meðlag. Mueller og Sheen eignuðust tvíburasyni saman en samband þeirra var stormasamt í meira lagi. Dómari í málinu komst að þeirri niðurstöðu að ekki mætti mismuna börnum Sheen og Denise Richards en leikkonan fær sömu upphæð frá Sheen um hver mánaðarmót. Sheen þarf því að greiða tólf milljónir íslenskra króna í meðlög þann fyrsta í hverjum mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.