Lífið

Þrettánda árið hafið

Haukur Holm, Bogi Ágústsson og Höskuldur Höskuldsson hituðu upp fyrir sumarið á Rauða ljóninu. fréttablaðið/stefán
Haukur Holm, Bogi Ágústsson og Höskuldur Höskuldsson hituðu upp fyrir sumarið á Rauða ljóninu. fréttablaðið/stefán
Fyrsti heimaleikur KR-inga í Pepsi-deild karla verður í Frostaskjólinu á sunnudaginn og að sjálfsögðu verður KR-útvarpið á sínum stað eins og undanfarin tólf ár. Hver reynsluboltinn á fætur öðrum úr fjölmiðlageiranum verður á bak við hljóðnemann í sumar og nægir þar að nefna Bjarna Fel, Hallgrím Indriðason, Felix Bergsson, Frey Eyjólfsson, Hauk Holm og Boga Ágústsson. Sá síðastnefndi var einmitt heiðraður sem sjálfboðaliði ársins fyrir störf sín í útvarpinu á uppskeruhátíð tippklúbbs KR um síðustu helgi.

Bjarni mun sjá um að lýsa leikjunum í sumar á meðan hinir annast upphitun fyrir leiki og viðtöl að þeim loknum. Stutt er síðan nokkrir úr hópnum hittust á KR-pöbbnum Rauða ljóninu og fóru yfir sumarið og fór að sjálfsögðu vel á með þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.