Erlent

Ráðherrafrú dæmd fyrir fíkniefnasmygl

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sheryl Cwele, ráðherrafrú í Suður Afríku,  er í vondum málum. Mynd/ afp.
Sheryl Cwele, ráðherrafrú í Suður Afríku, er í vondum málum. Mynd/ afp.
Sheryl Cwele, ráðherrafrú í Suður Afríku, hefur verið dæmd fyrir fíkniefnasmygl. Cwele, er kvænt Siyabonga Cwele öryggismálaráðherra. Hún var fundin sek um að fá konur til að smygla fíkniefnum inn í Suður Afríku frá Tyrklandi og Suður-Ameríku.

Breska fréttastofa BBC segir að ásakanir á hendur Cwele hafi komið fram árið 2009 eftir að hópur suður afrískra kvenna voru gómaðar í Brasilíu með kókaín að andvirði um milljóna króna.

BBC segir að Cwele geti búist við 15 ára fangelsisdóm. Refsing verður ákveðin á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×