Erlent

Uppreisnarmenn í Líbíu flytja út olíu

Von er á olíuflutningaskipinu Equador til hafnar í Tobruk í Líbíu í dag en skipið mun lesta þar olíufarm. Um er að ræða fyrsta útflutning á olíu frá Líbíu á vegum uppreisnarmanna en þeir hafa Tobruk á sínu valdi.

Uppreisnarmennirnir hafa gert samning við yfirvöld í Qatar um olíusölu frá Líbíu. Afraksturinn af þeirri sölu á að fjármagna neyðarhjálp til íbúa sem búa á svæðum uppreisnarmanna.

Talsmenn uppreisnarmanna gera nú þá kröfu á hendur Sameinuðu þjóðunum að þær aflétti banni á útflutningi á olíu frá landinu en slíkt bann er meðal þeirra viðskiptaþvingana sem gripið hefur verið til gegn stjórn Gaddafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×