Erlent

Bandaríkin hugleiða beitingu refsiaðgerða gegn Sýrlandi

Mynd/ap
Bandaríkin hugleiða nú að beita refsiaðgerðum gegn Sýrlandi í mótsvari við harðar aðgerðir sýrlenska hersins í borgaralegum mótmælum þar í landi. Þessar refsiaðgerðir gætu falist í frystingu á sýrlenskum eignum og viðskiptabanni við Bandaríkin en bandarísk yfirvöld vilja með slíkum aðgerðum gera stjórnvöldum það ljóst að hegðun þeirra sé óásættanleg.

Talsmenn mannréttindasamtaka segja að allt að 25 hafi látist í átökunum í Deraa í morgun en þeir telja jafnframt að allt að 350 manns hafi tapað lífi sínu í átökum þar í landi frá því mótmæli hófust í mars.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, gaf frá sér yfirlýsingu síðastliðinn föstudag þar sem hann fordæmdi beitingu sýrlenskra stjórnvalda á ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×