Erlent

Þróa aðferð við að segja til um hættuna frá gosösku

Gosið í Eyjafjallajökli lamaði flugumferð í Evrópu og víðar.
Gosið í Eyjafjallajökli lamaði flugumferð í Evrópu og víðar. MYND/Vilhelm
Réttu ári eftir að gosaskan úr Eyjafjallajökli lamaði flugumferð víðast hvar í Evrópu hafa danskir vísindamenn fundið upp aðferð sem auðveldar mjög að meta hættuna. Evrópsk flugmálayfirvöld voru harðlega gagnrýnd fyrir of hörð viðbrögð þegar jökullinn fór að gjósa og sögðu margir að lítil sem engin hætta væri af gosöskunni víða um álfuna þótt bannað væri að fljúga með tilheyrandi kostnaði og töfum fyrir ferðalanga.

Susan Stipp og félagar hennar hjá Miðstöð Nanó-vísinda við Kaupmannahafnarháskóla hafa nú þróað aðferð við að greina ösku úr eldgosum á örskskömmum tíma og innan sex klukkustunda er hægt að segja til um hvort askan sé hættuleg flugvélahreyflum. Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu en niðurstöðurnar voru birtar í dag í vísindaritinu PNAS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×