Erlent

Tólf látnir í miklum aurskriðum í Brasilíu

Miklar rigningar, flóð og aurskriður í suðurhluta Brasilíu um helgina.
Miklar rigningar, flóð og aurskriður í suðurhluta Brasilíu um helgina. Mynd úr safni /ap
Tólf hafa látist í flóðum og aurskriðum í suðurhluta Brasilíu um helgina og hafa yfirvöld á svæðinu lýst yfir neyðarástandi í sjö borgum. Miklar rigningar hafa haft áhrif á líf um 40.000 manns sem búa á svæðinu og hafa hundruð manna misst heimili sín.

Björgunarliðar vinna að því að rýma þau svæði sem talin eru í mestri hættu. Spár segja að rigningum ætti að slota næstu dagana, en líklegt þykir að aftur taki að rigna í lok vikunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×