Erlent

Ítalir taka þátt í árásunum á Líbíu

Mynd/AP
Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu greindi frá því í kvöld að Ítalskar herþotur muni taka þátt í loftárásum á Líbíu. Berlusconi tilkynnti þetta í kjölfar samtals sem hann átti við Barack Obama Bandaríkjaforseta fyrr í dag. Ítalir höfðu áður neitað að taka þátt í árásunum og vísuðu til þess tíma þegar Líbía var ítölsk nýlenda. Uppreisnarmenn í Líbíu hafa að undanförnu kvartað yfir því að stuðningur frá NATO hafi ekki verið nægjanlegur en hart er barist í landinu þessa stundina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×