Lífið

Stuð hjá Íslendingunum í Cannes

Frumsýning kvikmyndarinnar Eldfjall í Cannes í gekk vonum framar með standandi lófataki. Aðstandendur myndarinnar fögnuðu frábærum viðtökum í frumsýningarpartýi í gærkvöld.

Aðstandendur myndarinnar og leikararnir Theodór Júlíusson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Benedikt Erlingsson voru viðstaddir frumsýninguna og mættu í sínu fínasta pússi í Théâtre Croisette.

Að lokinni sýningu risu gestir úr sætum með dynjandi lófataki og hlutu aðstandendur myndarinnar standandi uppklapp.

Leikararnir og Rúnar Rúnarsson leikstjóri sinna þéttskipaðri dagskrá við kynningarstarf myndarinnar og rjúka úr einu viðtali í annað þar sem erlendir fjölmiðlar sýna Eldfjalli mikinn áhuga.

Að lokinni frumsýningu í gær héldu framleiðendur Eldfjalls, Zik Zak kvikmyndir, veislu til heiðurs leikstjóra og leikurum. Veislan var haldin á brasilíska staðnum La Villa Chic og var margt um manninn. Aðstandendur Eldfjalls fögnuðu þar vel heppnaðri frumsýningu langt fram á nótt og í gleðivímu.

Íslenski hópurinn, sem skoða má á myndunum, er gríðarlega ánægður með viðtökurnar eftir frumsýningu myndarinnar í gær.

Hægt er að fylgjast með hópnum á Facebook síðu myndarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.