Erlent

Undirskriftavél Bandaríkjaforseta afhjúpuð

Eitt helsta leyndarmál Hvíta hússins í Washington er komið fram í sviðsljósið. Um er að ræða sérútbúna skrifvél sem notar vélmennisarm til þess að undirrita nöfn forseta landsins á ýmis opinber og óopinber skjöl og bréf sem forsetinn sendir frá sér.

Hvíta húsið hefur ætíð neitað því að slík skrifvél væri til staðar en samkvæmt AP fréttastofunni hefur slík vél verið notuð um áratugaskeið í Hvíta húsinu.

Ronald Reagan hafði til dæmis 22 slíkar vélar til afnota og voru nokkrar þeirra notaðar til að undirskrifa fullt nafn hans en aðrar notaðar þegar hann vildi aðeins nota undirskriftina Ron eða Dutch.

Þá kemur fram að vélin var notuð til að undirrita nafn Baracks Obama á ný lög meðan að forsetinn var staddur í Frakklandi. Þingmenn vilja rannsaka það mál enda ólöglegt að forsetinn undirriti ekki sjálfur þau lög sem samþykkt hafa verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×