Innlent

Ferðum Herjólfs fjölgað um tvær í viku

MYND/Arnþór
Ferðum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs verður fjölgað um tvær í viku, frá og með næsta miðvikudegi.

Aukaferðir verða á mánudögum og miðvikudögum og er þetta gert þar sem færri hafa komist með ferjunni en vildu það sem af er þessum mánuði.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja fór nýverið fram á þessa fjölgun við Eimskip, sem sér um útgerðina fyrir Vegagerðina. Þessari ferðatíðni verður haldið fram í miðjan ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×