Lífið

Tilfinningarík tónlist

Hljómsveitin Vigri er að senda frá sér fyrstu plötu sína.fréttablaðið/valli
Hljómsveitin Vigri er að senda frá sér fyrstu plötu sína.fréttablaðið/valli
Hljómsveitin Vigri sendir frá sér sína fyrstu plötu 2. júní og nefnist hún Pink Boats. Vigri, sem hefur verið starfandi í þrjú ár, spilar tilfinningaríka tónlist með breiðu úrvali hljóðfæra. Vegna skorts á fjármagni til þess að taka plötuna upp í hljóðveri var brugðið á það ráð að taka hana upp í litlum kirkjum víðs vegar um landið. Upptökur hófust í Flateyjarkirkju í Breiðafirði haustið 2009 og meðferðis var einn hljóðnemi og gömul fartölva.

Hljómsveitin fékk tilnefningar á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum í vor fyrir tónlistarmyndband sitt við lagið Sleep, eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Myndbandið var tekið upp í öskufokinu undir Eyjafjallajökli í fyrra. Sveitin hefur verið dugleg við tónleikahald að undanförnu og er einnig að undirbúa tónleikamynd sem tekin verður upp í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.