Enski boltinn

Fjögur félög búin að borga 9,9 milljarða fyrir Bent

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sunderland er búið að selja framherjaparið Darren Bent og Kenwyne Jones fyrir samtals 32 milljónir punda.
Sunderland er búið að selja framherjaparið Darren Bent og Kenwyne Jones fyrir samtals 32 milljónir punda. Mynd/AFP
Darren Bent varð í gær dýrasti leikmaður Aston Villa í sögunni þegar félagið keypti hann á 24 milljónir punda frá Sunderland. Þetta er ekki í fyrsta sinn á ferlinum sem hinn 26 ára gamli Bent er keytpur fyrir stóra upphæð.

Charlton, Tottenham, Sunderland og Aston Villa hafa nú borgað samtals 53 milljónir punda fyrir Bent sem gera rúmlega 9,9 milljarða íslenskra króna. Bent hefur skorað 81 mark í 187 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hann sló fyrst í gegn með Charlton tímabilið 2005 til 2006.

Sunderland keypti Bent á 10 milljónir punda frá Tottenham í ágúst 2009. Rúmum tveimur árum áður hafði Tottenham borgað Charlton 16,5 milljónir punda fyrir framherjann en upphaflega hafði Charlton keypt hann fyrir 2,5 milljónir punda frá Ipswich í júní 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×