Innlent

„Þetta er niðurskurður sem hugsanlega getur drepið“

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja
Vestmanneyingar óttast að sjúkrahúsið í Eyjum verði lagt niður í núverandi mynd, verði sameiningartillögur velferðarráðuneytis að veruleika. Bæjarstjóri Vestmananeyja segir um að ræða niðurskurð sem getur drepið.

Samkvæmt greinargerð til velferðarráðherra um heilbrigðisstofnanir og sjúkrahús vegna fjárlaga 2012 koma fram tillögur um að sameina Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, hefur áhyggjur.

„Staðan í heilbrigðismálum í Vestmannaeyjum er þannig að við erum búin að búa við sífelldan niðurskurð sem gera okkur nánast ókleift að reka heilbrigðisstofnun í þeirri mynd sem við þekkt á síðustu árum. Það er ekki tillit til þess að við erum Eyja og það tekur fjóra klukkutíma að komast á Selfoss. Það væri með sömu rökum hægt að sameina sjúkrahúsið á Akureyri og í Reykjavík,“ segir Elliði.

Hann segir að aftur verði teknar upp viðræður við velferðarráðuneytið og leiða mönnum fyrir sjónir að sameining sé ekki skref í rétta átt.

En hvernig taka Vestmannaeyjingar þessum niðurskurði? Er ótti í samfélaginu?

„Að sjálfsögðu er það. Þetta er niðurskurður sem hugsanlega getur drepið. Það er verið að búa til ástand þar sem dregið er úr öryggi bæjarbúa. Þessi niðurskurður er sá allra hættulegasti,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×