Innlent

Réttarhaldið verður opið almenningi

Réttarhald í máli ungu konunnar, sem skildi barn sitt eftir í ruslageymslu á Hótel Frón í miðborg Reykjavíkur í sumar, verður opið almenningi. Dómari hafnaði í morgun kröfu verjanda hennar um að það yrði lokað.

Konan er ákærð fyrir manndráp af ásetningi og til vara fyrir að deyða barn sitt í fæðingu. Hún neitaði sök við þingfestinguna. Það var í byrjun júlí í sumar sem konan, sem er frá Litháen og var starfsmaður hótelsins, skildi barnið eftir í ruslageymslu við hótelið á Laugavegi.

Niðurstöður krufningar leiddu í ljós að barnið var á lífi og heilbrigt þegar það fæddist en konan er talin bera ábyrgð á andláti þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×