Innlent

Margrét sú eina sem studdi flutning Sogns

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Margrét Tryggvadóttir er eini þingmaður Suðurlandskjördæmis sem mælti flutningnum bót.
Margrét Tryggvadóttir er eini þingmaður Suðurlandskjördæmis sem mælti flutningnum bót.
Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, styður flutning réttargeðdeildarinnar að Sogni á Kleppspítala. Hún er eini þingmaður Suðurlandskjördæmis sem mælti með flutningi deildarinnar í umræðum um málið á þingi í dag. Hún sagðist hafa kynnt sér málið eftir samtal við framkvæmdastjóra geðsviðs.

„Hagsmunir sjúklingar þurfa alltaf að vera í fyrirrúmi Þetta er veikasta fólkið okkar og hagsmunir þeirra verða að vera í fyrirrúmi," sagði Margrét á þingfundi í dag.

Réttargeðdeildin að Sogni er staðsett í Ölfusi og er ljóst að stærstur hluti starfsmanna Sogns kemur úr kjördæmi þingmannanna. Þingmenn kjördæmisins kröfðust þess flestir að fagleg úttekt yrði gerð á Sogni áður en ákvörðun um flutningin yrði tekin. Aftur á móti hefur Alþingi samþykkt heimild um sölu á fasteignum að Sogni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×