Enski boltinn

Torres mun ekki leika gegn Sunderland - fjórir leikir í kvöld

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Fernando Torres mun ekki leika sinn fyrsta leik með Chelsea á morgun þriðjudag gegn Sunderland.
Fernando Torres mun ekki leika sinn fyrsta leik með Chelsea á morgun þriðjudag gegn Sunderland. Nordic Photos/Getty Images

Fernando Torres mun ekki leika sinn fyrsta leik með Chelsea á morgun þriðjudag gegn Sunderland. Hann verður hinsvegar löglegur með Chelsea eftir vistaskiptin frá Liverpool um næstu helgi og svo skemmtilega vill til að þá mætast þessi lið í ensku úrvalsdeildinni á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea.

Fjórir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem Arsenal, Chelsea og Manchester United eiga öll leik. Á morgun fara fram sex leikir þar sem Liverpool tekur á móti Stoke og Eiður Smári Guðjohnsen gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Fulham gegn Newcastle.

Þriðjudagur 1. febrúar 2011

19:45 Arsenal - Everton

19:45 Sunderland - Chelsea

20:00 Manchester United - Aston Villa

20:00 West Bromwich Albion - Wigan Athletic

Miðvikudagur 2. febrúar 2011

19:45 Birmingham City - Manchester City

20:00 Blackburn Rovers - Tottenham Hotspur

20:00 Blackpool - West Ham United

20:00 Bolton Wanderers - Wolverhampton Wanderers

20:00 Fulham - Newcastle United

20:00 Liverpool - Stoke City








Fleiri fréttir

Sjá meira


×