Erlent

Fékk áfallastreitu eftir að hafa lógað 100 Ólympíuhundum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn slátraði hundrað sleðahundum. Mynd/ afp.
Maðurinn slátraði hundrað sleðahundum. Mynd/ afp.
Hundrað sleðahundum, sem voru í eigu Outdoor Adventures Whistler, var lógað á tveimur dögum í apríl í fyrra. Ástæðan var sú að ekki var hægt að nýta þá neitt eftir Vetrarólympíuleikunum í Vancouver lauk.

Starfsmaður Outdoor Adventures Whistler hefur viðurkennt fyrir blaðinu Vancouver Sun og útvarpsstöðinni CKN að vinnuveitandi hans hafi beðið hann um að „hafa stjórn" á hundahópnum sem hann var farinn að tapa peningum á.

Þetta tók svo mikið á starfsmanninn að hann þjáðist af áfallastreitu á eftir og er enn þjakaður af henni. Hann hefur fengið bætur vegna áfallastreitunnar en ekki liggur fyrir hve háar þær eru.

Maðurinn átti ekki nægjanlega mörg skot til að slátra öllum hundunum þannig að hann þurfti að nota hníf á nokkra þeirra.

Dýraverndasamtök í Bresku Kólumbíu hafa fordæmt fyrirtækið og ætla að fara af stað með sjálfstæða rannsókn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×