Erlent

Magadansinn kostaði framfærsluna

magnaður magadans. Athugið að myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint.
magnaður magadans. Athugið að myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint.
Framfærsla konu í New York var minnkuð um rúman helming eftir að fyrrverandi eiginmaður hennar sá myndir á netinu af henni að dansa magadans.

Konan fékk 850 dollara mánaðarlega í framfærslu frá eiginmanninum fyrrverandi þar sem hún átti ekki að geta unnið vegna meiðsla sem hún hlaut í bílslysi á miðjum tíunda áratugnum.

Eiginmaðurinn rakst svo á myndaseríu sem sýndi konuna, sem er 43 ára gömul, dansa magadans. Þá skrifaði konan við myndirnar að hún æfði dansinn í margar klukkustundir á dag.

Eiginmaðurinn var allt annað en sáttur og stefndi konunni fyrir dóm í þeim tilgangi að minnka framfærsluna, sem hann hafði áður verið dæmdur til þess að greiða henni mánaðarlega.

Dómarinn tók mið af hinum nýju sönnunargögnum og minnkaði framfærsluna niður í 400 dollara á mánuði. Þá skipti engu sú afsökun konunnar, að magadansinn væri í raun til heilsubótar vegna slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×