Enski boltinn

Stoke stöðvaði sigurgöngu Tottenham

Matthew Etherington skorar hér annað mark Stoke í leiknum.
Matthew Etherington skorar hér annað mark Stoke í leiknum. Nordic Photos / Getty Images
Stoke City bar sigur úr býtum gegn sjóðheitu Tottenham Hotspurs liði í ensku úrvalsdeildinni í dag, en leiknum lauk 2-1.

Matthew Etherington skoraði tvö mörk fyrir Stoke í fyrri hálfleik og því var staðan 2-0 eftir fyrstu 45 mínútur leiksins.

Gestirnir í Tottenham náðu að minnka muninn þegar um hálftími var eftir af leiknum en þar var að verki Emmanuel Adebayor.

Tottenham pressaðu stíft að marki Stoke næstu mínútur en náðu ekki að jafna leikinn. Stoke vann því gríðarlega mikilvægan sigur á Tottenham.

Stoke er komið í áttunda sæti með 21 stig en Tottenham er sem fyrr í því þriðja með 31 stig.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×